Of seint í rassinn gripið? 26. júlí 2005 00:01 Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar