Hvert er fólk alltaf að ana? 12. júlí 2005 00:01 Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar