Á leið til ófarnaðar 22. júní 2005 00:01 Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar