San Antonio 3 - Detroit 3 22. júní 2005 00:01 Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira