Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2025 10:00 Senne Lammens gekk í raðir Manchester United frá Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. getty/Manchester United Peter Schmeichel, sem varði mark Manchester United á 10. áratug síðustu aldar, segir að félagið hafi gert mistök í markvarðarkaupum í nýafstöðnum félagaskiptaglugga. Á lokadegi félagaskiptagluggans keypti United Senne Lammens frá Antwerp. André Onana fór hins vegar á láni til Trabzonspor í Tyrklandi. United var orðað við þekktari markverði, eins og Gianluigi Donnarumma og Emiliano Martínez, en festi kaup á hinum 23 ára Lammens. Schmeichel var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun. „Við hefðum átt að kaupa Emi Martínez. Raunar hefðum við átt að sækja Gianluigi Donnarumma þegar við höfðum tækifæri til þess,“ sagði Schmeichel. „Varðandi Martínez virtist allt klárt og það virtust ætla að vera góðar fréttir því hann er nákvæmlega markvörðurinn sem United þarf.“ Pressan hjá United engu lík Lammens er ekki nálægt því jafn stórt nafn og Martínez eða Donnarumma og raunar vissi Schmeichel ekkert hver hann var. „Ef ég á að vera heiðarlegur hafði ég aldrei heyrt um hann áður en hann var orðaður við United,“ sagði Daninn. „Ég veit að tölfræðin hans er frábær en það var í belgísku deildinni þar sem þeir enduðu í 5. sæti. Tölfræðin sýnir ekki hvernig þú bregst við eftir mistök eða tekst á við pressuna hjá Manchester United. Hún er ólík öllu öðru.“ Lammens sat á bekknum þegar United tapaði 3-0 fyrir Manchester City í borgarslagnum um síðustu helgi. Altay Bayindir stóð á milli stanganna eins og hann hefur gert í öllum fjórum leikjum United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Næsti leikur United er gegn Chelsea á Old Trafford á morgun. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. 19. september 2025 09:02 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Á lokadegi félagaskiptagluggans keypti United Senne Lammens frá Antwerp. André Onana fór hins vegar á láni til Trabzonspor í Tyrklandi. United var orðað við þekktari markverði, eins og Gianluigi Donnarumma og Emiliano Martínez, en festi kaup á hinum 23 ára Lammens. Schmeichel var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun. „Við hefðum átt að kaupa Emi Martínez. Raunar hefðum við átt að sækja Gianluigi Donnarumma þegar við höfðum tækifæri til þess,“ sagði Schmeichel. „Varðandi Martínez virtist allt klárt og það virtust ætla að vera góðar fréttir því hann er nákvæmlega markvörðurinn sem United þarf.“ Pressan hjá United engu lík Lammens er ekki nálægt því jafn stórt nafn og Martínez eða Donnarumma og raunar vissi Schmeichel ekkert hver hann var. „Ef ég á að vera heiðarlegur hafði ég aldrei heyrt um hann áður en hann var orðaður við United,“ sagði Daninn. „Ég veit að tölfræðin hans er frábær en það var í belgísku deildinni þar sem þeir enduðu í 5. sæti. Tölfræðin sýnir ekki hvernig þú bregst við eftir mistök eða tekst á við pressuna hjá Manchester United. Hún er ólík öllu öðru.“ Lammens sat á bekknum þegar United tapaði 3-0 fyrir Manchester City í borgarslagnum um síðustu helgi. Altay Bayindir stóð á milli stanganna eins og hann hefur gert í öllum fjórum leikjum United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Næsti leikur United er gegn Chelsea á Old Trafford á morgun. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. 19. september 2025 09:02 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. 19. september 2025 09:02