Handboltarisinn að vakna 14. júní 2005 00:01 Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar. Íslenski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira