Hamingjusamur skilnaður 10. júní 2005 00:01 Þetta hefur verið góð vika fyrir Norðmenn. Þeir unnu landsleik við Svía, en sigurinn var sögulegur þar sem þetta var í fyrsta sinn í 67 ár sem Norðmenn unnu landsleik á heimavelli Svía í Stokkhólmi. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, staðfesti að Norðmenn væru nærri því ríkasta þjóð Evrópu; aðeins bankagróðaþjóðin Lúxemborgarar teldust þéna meira á hvern íbúa en norræna olíugróðaþjóðin. Og það var svo til stanzlaus þjóðhátíð. Þessa dagana minnast Norðmenn þess með margvíslegum hætti að öld er liðin frá því norska Stórþingið tók ákvörðun um sambandsslit landanna og Noregur varð sjálfstætt konungsríki á ný, eftir aldalangt hlé. Norðmenn voru þegnar Svíakonungs frá 1814 til 1905, þar sem Noregur var í kjölfar Napóleonsstríðanna færður undan dönsku krúnunni og settur þess í stað undir þá sænsku. Þessi tímamót hafa orðið mörgum til að hugleiða stöðu Noregs í Evrópu. Þann 17. maí síðastliðinn, hinum eiginlega þjóðhátíðardegi Norðmanna (er þeir minnast Gulaþingsstjórnarskrárinnar frá 1814), birti sænska blaðið Dagens Nyheter leiðara undir titlinum "Endurheimtum sambandið" ("Låt oss få vår union tillbaka"). Í leiðaranum er rakið hvernig þjóðernis- og sjálfstæðishyggja Norðmanna hefur leitt til þess að þeir hafa valið að standa utan við aðalvettvang samstarfs Evrópuríkja, Evrópusambandið. Miklar framfarir hafi orðið í landinu á 20. öldinni. "Síðan náði hræðslan yfirhöndinni yfir hinu heilbrigða sjálfstrausti og Norðmenn höfnuðu því fyrir tíu árum að vera samferða Svíþjóð inn í Evrópusambandið. Í stað þess varð Noregur hið fylgispaka ekki-aðildarland, lagað að ESB en áhrifalaust," skrifar DN. "En á síðustu árum virðist eitthvað vera að gerast. Skoðanakannanir sýna aukinn stuðning við ESB-aðild. Kannski hafa þessi hundrað ár sjálfstæðis, framfara og olíupeninga gert Norðmenn nógu sjálfsörugga til að stíga skrefið til fulls. Kannski finna þeir að við söknum þeirra í Evrópu," skrifar leiðarahöfundur og klykkir út með: "Kannski íhuga þeir að láta þetta tímamótaár verða upphafspunktinn að nýju sambandi, í þetta sinn með Svíþjóð og 24 öðrum Evrópuþjóðum (og bráðum enn fleiri)." Reyndar á leiðarahöfundur sér að minnsta kosti einn skoðanabróður inni á norska Stórþinginu. Inge Lønning, þingmaður Hægriflokksins og fyrrverandi rektor Óslóarháskóla, átti frumkvæðið að slagorðinu "Frá sambandi til sambands - 100 ár fyrir utan er nóg." Þetta slagorð er eitt ótal slagorða sem orðið hafa til í áróðursslagnum milli fylgjenda og andstæðinga inngöngunnar í ESB, sem staðið hefur linnulítið í Noregi síðan fyrsti aðildarsamningurinn var gerður árið 1972 og klofið hefur þjóðina í tvær fylkingar allar götur síðan. Svo vill til að um sama leyti og Norðmenn flykktust út á götur til að hylla konung sinn, syngja ættjarðarsöngva og veifa þjóðfánanum í júnísólinni - og unnu meira að segja Svía í fótbolta - bárust þær fréttir frá meginlandinu að tvær af kjarnaþjóðum Evrópusambandsins, Frakkar og Hollendingar, hefðu hafnað nýjum stjórnarskrársáttmála þess. Það er því ekki að undra að undir þessum kringumstæðum skyldu fréttirnar sunnan úr álfu hafa leitt til þess að stemmningin fyrir inngöngu í Evrópusambandið tók skarpa dýfu meðal norsks almennings. Það þykir að minnsta kosti ljóst að "inngönguspurningin" verði ekki fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í haust. Í þessu samhengi verður að teljast sérlega athyglisvert, að Norðmenn hafa ákveðið að senda hermenn til þátttöku í norrænu herfylki, sem undir sænskri forystu mun verða hluti af hraðliði Evrópusambandsins - hersveitum sem verður hægt að senda í verkefni í nafni sameiginlegrar utanríkis- og varnarmálastefnu sambandsins. Þegar norskir hermenn eru tilbúnir að þjóna undir sænskri stjórn í evrópsku herfylki er ekki hægt að segja annað en að lítil sárindi (önnur en þau sem Svía- og Norðmannabrandararnir valda á víxl) sitji eftir er 100 ára skilnaðarafmælis norrænu frændþjóðanna er minnzt. Auðunn Arnórsson -audunn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Í brennidepli Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta hefur verið góð vika fyrir Norðmenn. Þeir unnu landsleik við Svía, en sigurinn var sögulegur þar sem þetta var í fyrsta sinn í 67 ár sem Norðmenn unnu landsleik á heimavelli Svía í Stokkhólmi. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, staðfesti að Norðmenn væru nærri því ríkasta þjóð Evrópu; aðeins bankagróðaþjóðin Lúxemborgarar teldust þéna meira á hvern íbúa en norræna olíugróðaþjóðin. Og það var svo til stanzlaus þjóðhátíð. Þessa dagana minnast Norðmenn þess með margvíslegum hætti að öld er liðin frá því norska Stórþingið tók ákvörðun um sambandsslit landanna og Noregur varð sjálfstætt konungsríki á ný, eftir aldalangt hlé. Norðmenn voru þegnar Svíakonungs frá 1814 til 1905, þar sem Noregur var í kjölfar Napóleonsstríðanna færður undan dönsku krúnunni og settur þess í stað undir þá sænsku. Þessi tímamót hafa orðið mörgum til að hugleiða stöðu Noregs í Evrópu. Þann 17. maí síðastliðinn, hinum eiginlega þjóðhátíðardegi Norðmanna (er þeir minnast Gulaþingsstjórnarskrárinnar frá 1814), birti sænska blaðið Dagens Nyheter leiðara undir titlinum "Endurheimtum sambandið" ("Låt oss få vår union tillbaka"). Í leiðaranum er rakið hvernig þjóðernis- og sjálfstæðishyggja Norðmanna hefur leitt til þess að þeir hafa valið að standa utan við aðalvettvang samstarfs Evrópuríkja, Evrópusambandið. Miklar framfarir hafi orðið í landinu á 20. öldinni. "Síðan náði hræðslan yfirhöndinni yfir hinu heilbrigða sjálfstrausti og Norðmenn höfnuðu því fyrir tíu árum að vera samferða Svíþjóð inn í Evrópusambandið. Í stað þess varð Noregur hið fylgispaka ekki-aðildarland, lagað að ESB en áhrifalaust," skrifar DN. "En á síðustu árum virðist eitthvað vera að gerast. Skoðanakannanir sýna aukinn stuðning við ESB-aðild. Kannski hafa þessi hundrað ár sjálfstæðis, framfara og olíupeninga gert Norðmenn nógu sjálfsörugga til að stíga skrefið til fulls. Kannski finna þeir að við söknum þeirra í Evrópu," skrifar leiðarahöfundur og klykkir út með: "Kannski íhuga þeir að láta þetta tímamótaár verða upphafspunktinn að nýju sambandi, í þetta sinn með Svíþjóð og 24 öðrum Evrópuþjóðum (og bráðum enn fleiri)." Reyndar á leiðarahöfundur sér að minnsta kosti einn skoðanabróður inni á norska Stórþinginu. Inge Lønning, þingmaður Hægriflokksins og fyrrverandi rektor Óslóarháskóla, átti frumkvæðið að slagorðinu "Frá sambandi til sambands - 100 ár fyrir utan er nóg." Þetta slagorð er eitt ótal slagorða sem orðið hafa til í áróðursslagnum milli fylgjenda og andstæðinga inngöngunnar í ESB, sem staðið hefur linnulítið í Noregi síðan fyrsti aðildarsamningurinn var gerður árið 1972 og klofið hefur þjóðina í tvær fylkingar allar götur síðan. Svo vill til að um sama leyti og Norðmenn flykktust út á götur til að hylla konung sinn, syngja ættjarðarsöngva og veifa þjóðfánanum í júnísólinni - og unnu meira að segja Svía í fótbolta - bárust þær fréttir frá meginlandinu að tvær af kjarnaþjóðum Evrópusambandsins, Frakkar og Hollendingar, hefðu hafnað nýjum stjórnarskrársáttmála þess. Það er því ekki að undra að undir þessum kringumstæðum skyldu fréttirnar sunnan úr álfu hafa leitt til þess að stemmningin fyrir inngöngu í Evrópusambandið tók skarpa dýfu meðal norsks almennings. Það þykir að minnsta kosti ljóst að "inngönguspurningin" verði ekki fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í haust. Í þessu samhengi verður að teljast sérlega athyglisvert, að Norðmenn hafa ákveðið að senda hermenn til þátttöku í norrænu herfylki, sem undir sænskri forystu mun verða hluti af hraðliði Evrópusambandsins - hersveitum sem verður hægt að senda í verkefni í nafni sameiginlegrar utanríkis- og varnarmálastefnu sambandsins. Þegar norskir hermenn eru tilbúnir að þjóna undir sænskri stjórn í evrópsku herfylki er ekki hægt að segja annað en að lítil sárindi (önnur en þau sem Svía- og Norðmannabrandararnir valda á víxl) sitji eftir er 100 ára skilnaðarafmælis norrænu frændþjóðanna er minnzt. Auðunn Arnórsson -audunn@frettabladid.is
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun