Duncan klár í NBA úrslitin 7. júní 2005 00:01 Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum. "Lykillinn að velgengni Tim Duncan og það sem ávinnur honum virðingu félaga hans í liðinu, er hversu óeigingjarn hann er. Hann kærir sig kollóttan um það hversu mörg hann stig skorar eða hver tekur stóru skotin og hann deilir boltanum vel með öllum í liðinu," sagði leikstjórnandinn Tony Parker. Duncan var með lægsta stigaskor sitt í mörg ár á tímabilinu í vetur, ekki síst vegna erfiðra ökklameiðsla, en þegar allt er undir í úrslitakeppninni hefur framlag hans í stigaskoruninni verið á hraðri uppleið og hann hefur tekið á sig meiri og meiri ábyrgð á báðum endum vallarins. Robert Horry, sem stefnir á að vinna sinn sjötta meistaratitil á ferlinum, hefur leikið í úrslitakeppninni með mönnum eins og Hakeem Olajuwon og Shaquille O´Neal. Hann segir þó að Tim Duncan skeri sig úr þeim hópi hvað óeigingirni hans og liðsanda varðar. "Tim Duncan lætur leikinn koma til sín. Flestir stórir menn sem ég hef leikið með halda að þeir verði að mestu gagni með því að vera grimmir í sókninni og reyna að skora sem allra mest. Duncan er ekki þannig, hann kemur sér bara inn í flæði leiksins og er alveg sama hvort hann skorar eða ekki ef lið hans bara vinnur leikinn," sagði Horry. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum. "Lykillinn að velgengni Tim Duncan og það sem ávinnur honum virðingu félaga hans í liðinu, er hversu óeigingjarn hann er. Hann kærir sig kollóttan um það hversu mörg hann stig skorar eða hver tekur stóru skotin og hann deilir boltanum vel með öllum í liðinu," sagði leikstjórnandinn Tony Parker. Duncan var með lægsta stigaskor sitt í mörg ár á tímabilinu í vetur, ekki síst vegna erfiðra ökklameiðsla, en þegar allt er undir í úrslitakeppninni hefur framlag hans í stigaskoruninni verið á hraðri uppleið og hann hefur tekið á sig meiri og meiri ábyrgð á báðum endum vallarins. Robert Horry, sem stefnir á að vinna sinn sjötta meistaratitil á ferlinum, hefur leikið í úrslitakeppninni með mönnum eins og Hakeem Olajuwon og Shaquille O´Neal. Hann segir þó að Tim Duncan skeri sig úr þeim hópi hvað óeigingirni hans og liðsanda varðar. "Tim Duncan lætur leikinn koma til sín. Flestir stórir menn sem ég hef leikið með halda að þeir verði að mestu gagni með því að vera grimmir í sókninni og reyna að skora sem allra mest. Duncan er ekki þannig, hann kemur sér bara inn í flæði leiksins og er alveg sama hvort hann skorar eða ekki ef lið hans bara vinnur leikinn," sagði Horry.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira