Trúnaðarloforð réttlæti ekki lygi 28. maí 2005 00:01 Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira