Trúnaðarloforð réttlæti ekki lygi 28. maí 2005 00:01 Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira