San Antonio 4 - Seattle 2 20. maí 2005 00:01 Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig. NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Sjá meira
Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig.
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Sjá meira