Bjarna sé beitt í leikmannamálum 14. maí 2005 00:01 Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. Formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðhæfir á heimasíðu félagsins að Tite Kalandaze hafi verið lofað ríkisborgararétti gengi hann til liðs við Stjörnuna, en hann og Roland Eradze hafa báðir skrifað undir samning við liðið. Látið hefur verið í ljós að Bjarni Benedikstsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar, sé sá sem útvega eigi ríkisborgararéttinn. Bjarni segist ekki hafa neitt heyrt af málinu nema það sem hann hafi lesið á netmiðlum og heyri í fréttum. Það hafi ekki verið haft samband við hann í tengslum við leikmannaskipti og það komi honum mjög á óvart að þessi umræða sé í gangi. En kæmi aðstoð við slíkt til greina að hálfu Bjarna? Bjarni segir að umsóknir um ríkisborgararétt hafi sinn gang. Þær fari fyrst til dómsmálaráðuneytisins en fari svo fyrir þingið. Þar fjalli fulltrúar úr allsherjarnefnd um umsóknirnar og beri síðan sína niðurstöðu undir nefndina sem svo fari fyrir þingið. Ómögulegt sé að segja hvaða meðferð beiðni Kalandazes fengi á þessu stigi málsins. Aðspurður hvort að skipti máli í hvort menn séu í ÍBV eða Sjörnunni við meðferð umsókna um ríkisborgararétt segir Bjarni að að sjálfsögðu gerir það það ekki. Það hafi ekkert með málið að gera. Spuður hvað honum finnist um ásakanirnar segir Bjarni að hann vilji sem minnst um þær segja. Hann skilji ekki af hverju umræðan fari af stað með þessum hætti og best sé að spyrja þá sem hlut eigi að máli hvernig á þessu standi. Eyjamenn láta eins óánægju sína í ljós og segja að mönnunum hafi verið boðin laun sem ekki hafi verið hægt að keppa við og á bak við það hafi staðið faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson. Íslenski handboltinn Innlent Stj.mál Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. Formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðhæfir á heimasíðu félagsins að Tite Kalandaze hafi verið lofað ríkisborgararétti gengi hann til liðs við Stjörnuna, en hann og Roland Eradze hafa báðir skrifað undir samning við liðið. Látið hefur verið í ljós að Bjarni Benedikstsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar, sé sá sem útvega eigi ríkisborgararéttinn. Bjarni segist ekki hafa neitt heyrt af málinu nema það sem hann hafi lesið á netmiðlum og heyri í fréttum. Það hafi ekki verið haft samband við hann í tengslum við leikmannaskipti og það komi honum mjög á óvart að þessi umræða sé í gangi. En kæmi aðstoð við slíkt til greina að hálfu Bjarna? Bjarni segir að umsóknir um ríkisborgararétt hafi sinn gang. Þær fari fyrst til dómsmálaráðuneytisins en fari svo fyrir þingið. Þar fjalli fulltrúar úr allsherjarnefnd um umsóknirnar og beri síðan sína niðurstöðu undir nefndina sem svo fari fyrir þingið. Ómögulegt sé að segja hvaða meðferð beiðni Kalandazes fengi á þessu stigi málsins. Aðspurður hvort að skipti máli í hvort menn séu í ÍBV eða Sjörnunni við meðferð umsókna um ríkisborgararétt segir Bjarni að að sjálfsögðu gerir það það ekki. Það hafi ekkert með málið að gera. Spuður hvað honum finnist um ásakanirnar segir Bjarni að hann vilji sem minnst um þær segja. Hann skilji ekki af hverju umræðan fari af stað með þessum hætti og best sé að spyrja þá sem hlut eigi að máli hvernig á þessu standi. Eyjamenn láta eins óánægju sína í ljós og segja að mönnunum hafi verið boðin laun sem ekki hafi verið hægt að keppa við og á bak við það hafi staðið faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson.
Íslenski handboltinn Innlent Stj.mál Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira