10 milljarða króna vanskil 10. maí 2005 00:01 Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Meira en fjögur þúsund foreldrar skulda meðlög með nærri níu þúsund börnum yngri en átján ára. Fram kom í máli ráðherra að mikill meirihluta meðlaga barna eldri en átján ára væri í vanskilum. Samtals nema vanskilaskuldir vegna barnsmeðlaga 10,3 milljörðum króna. Umbætur voru gerðar á innheimtu barnsmeðlaga árið 1996 og leyfist þeim sem lenda í vanskilum að semja um lægri greiðslur. Um fjórir af hverjum tíu þeirra sem lenda í vanskilum nýta sér þennan möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Helgi Hjörvar fyrirspyrjandi sagði að skuldugir meðlagsgreiðendur væru í vítahring. Tekjur þeirra færu í skattskuldir og meðlög og þeir leiddust þar af leiðandi út í svarta vinnu. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að göt væru á velferðarkerfinu og tók dæmi af atvinnulausum föður sem greiddi meðlög með þremur börnum. Hann fengi fjögur þúsund krónur með hverju barni en borgaði um16 þúsund krónur í meðlag með hverju þeirra. Þannig færi helmingur 90 þúsund króna atvinnuleysisbóta í meðlög. Katrín Júlíusdóttir fyrirspyrjandi kvaðst forviða á því að meira en helmingur meðlagsgreiðenda væri í vanskilum. Undir það tók Helgi Hjörvar. "Aðgerðir hafa ekki skilað meiru en svo að það er algengara en ekki að vera í vanskilum," sagði Helgi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kvað ekki ætlunina að ráðast í aðgerðir nú en benti á að 40 prósent þeirra sem í vanskilum væru nýttu sér möguleika til að grynnka á skuldum sínum. Úrræðin frá 1996 hefðu skilað árangri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira