Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 11:28 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði 220 einstaklinga í ólöglegri dvöl á landinu. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira