Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 11:28 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði 220 einstaklinga í ólöglegri dvöl á landinu. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira