Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 11:56 Þórður Snær Júlíussson, frambjóðandi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi Alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. Tilefnið er gömul bloggskrif hans frá árunum 2004 til 2007 sem rifjuð voru upp í vikunni. Þórður segist bera ábyrgð á öllum þeim skrifum sem hafa birst í fjölmiðlum síðustu daga, þau hafi verið röng, meiðandi og skaðleg og segist hann skamma sín djúpt fyrir þau. „Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kvenfjandsamleg menning hefur þrifist,“ skrifar hann. „Fyrri afsökunarbeiðni mín og ábyrgðartaka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er einlæg og án fyrirvara,“ skrifar hann. Fer ekki fram á að umræðunni sé lokið „Ég er ekki fórnarlamb neinna aðstæðna. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta skrifin. Ég hefði einfaldlega átt að vita betur og gera betur. Ég fer ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti þótt ég hafi beðist afsökunar og iðrist,“ segir hann. Hann hafi eytt umræddri bloggsíðu af internetinu fyrir um sautján árum vegna þess að hann hafi áttað sig á að skrifin „voru ekki sniðug og ögrandi heldur vond, meiðandi og skaðleg og ættu ekki að rata fyrir augu neins framar“. Skjáskot hafi lifað af síðunni á vefsöfnum og það hafi því komið honum „jafn mikið í opna skjöldu og raun bar vitni“ þegar hann var spurður út í þau af Stefáni Einari Stefánssyni í Spursmálum. „Það breytir þó engu um ábyrgð mína á skrifunum. Hún er, líkt og áður sagði, algjör.“ Fréttin verður uppfærð. Samfylkingin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. Tilefnið er gömul bloggskrif hans frá árunum 2004 til 2007 sem rifjuð voru upp í vikunni. Þórður segist bera ábyrgð á öllum þeim skrifum sem hafa birst í fjölmiðlum síðustu daga, þau hafi verið röng, meiðandi og skaðleg og segist hann skamma sín djúpt fyrir þau. „Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kvenfjandsamleg menning hefur þrifist,“ skrifar hann. „Fyrri afsökunarbeiðni mín og ábyrgðartaka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er einlæg og án fyrirvara,“ skrifar hann. Fer ekki fram á að umræðunni sé lokið „Ég er ekki fórnarlamb neinna aðstæðna. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta skrifin. Ég hefði einfaldlega átt að vita betur og gera betur. Ég fer ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti þótt ég hafi beðist afsökunar og iðrist,“ segir hann. Hann hafi eytt umræddri bloggsíðu af internetinu fyrir um sautján árum vegna þess að hann hafi áttað sig á að skrifin „voru ekki sniðug og ögrandi heldur vond, meiðandi og skaðleg og ættu ekki að rata fyrir augu neins framar“. Skjáskot hafi lifað af síðunni á vefsöfnum og það hafi því komið honum „jafn mikið í opna skjöldu og raun bar vitni“ þegar hann var spurður út í þau af Stefáni Einari Stefánssyni í Spursmálum. „Það breytir þó engu um ábyrgð mína á skrifunum. Hún er, líkt og áður sagði, algjör.“ Fréttin verður uppfærð.
Samfylkingin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira