Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 11:56 Þórður Snær Júlíussson, frambjóðandi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. Tilefnið eru gömul bloggskrif hans frá árunum 2004 til 2007 sem rifjuð voru upp í vikunni. Þórður segist bera ábyrgð á öllum þeim skrifum sem hafi birst í fjölmiðlum síðustu daga, þau hafi verið röng, meiðandi og skaðleg og hann skammist sín djúpt fyrir þau. „Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kvenfjandsamleg menning hefur þrifist,“ skrifar hann. „Fyrri afsökunarbeiðni mín og ábyrgðartaka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er einlæg og án fyrirvara,“ skrifar hann. Fer ekki fram á að umræðunni sé lokið „Ég er ekki fórnarlamb neinna aðstæðna. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta skrifin. Ég hefði einfaldlega átt að vita betur og gera betur. Ég fer ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti þótt ég hafi beðist afsökunar og iðrist,“ segir hann. Hann hafi eytt umræddri bloggsíðu af internetinu fyrir um sautján árum vegna þess að hann hafi áttað sig á að skrifin „voru ekki sniðug og ögrandi heldur vond, meiðandi og skaðleg og ættu ekki að rata fyrir augu neins framar“. Skjáskot hafi lifað af síðunni á vefsöfnum og það hafi því komið honum „jafn mikið í opna skjöldu og raun bar vitni“ þegar hann var spurður út í þau af Stefáni Einari Stefánssyni í Spursmálum. „Það breytir þó engu um ábyrgð mína á skrifunum. Hún er, líkt og áður sagði, algjör.“ Bakslag í baráttunni Þórður lýsir því einnig í færslunni að hann hafi elst og þroskast og viðhorf hans í málaflokknum gjörbreyst. Helsta ástæða þess hafi verið að heyra konurnar sem leiddu baráttuna fyrir auknu kvenfrelsi lýsa reynsluheimi sínum. „Ég heyrði konurnar í kringum mig lýsa óttanum sem þær þurfa að lifa með en ég, í forréttindastöðu, þarf aldrei að takast á við. Ég lærði af öllum sterku konunum sem ég hef unnið með í gegnum árin. Barátta þeirra allra breytti ekki bara viðhorfum mínum, heldur endurskilgreindu viðmið samfélagsins. Ollu byltingu,“ skrifar hann. Þá liggi fyrir að baráttan standi enn og í henni sé bakslag. Viðhorf sem voru á undanhaldi séu farin að heyrast á ný. Ungir karlar séu farnir að tala eins og hann gerði á sínum tíma. „Það er mjög vond þróun sem þarf að spyrna gegn. Það þarf að berjast fyrir því sem hefur áunnist í kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttunni. Ég hef tekið þátt í þeirri baráttu á síðustu áratugum og ég vil gera það áfram sem stuðningsmaður. Með því að hlusta og læra,“ skrifar hann. „Vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung“ Þórður segir þungt að vera dæmdur fyrir eitthvað sem hann hafi gert fyrir tæpum tveimur áratugum en ekki því sem hann hafi gert síðan. „Vinnan mín, og síðar meir skoðanir, hafa árum saman legið fyrir landsmönnum í gegnum fjölmiðlana sem ég hef starfað á og í seinni tíð stýrt og í þeim fjölmörgu félagsstörfum sem ég hef sinnt. Ég hef helgað mig því að vinna samfélaginu gagn og veita valdhöfum aðhald allan minn starfsferil og flest mín fullorðinsár. Þar með talið í jafnréttismálum og þeim byltingum sem orðið hafa í afstöðu til kvenna og femínisma,“ skrifar hann. Öllum ætti að vera ljóst að ekkert væri eftir af manninum sem skrifaði þessi orð á bloggsíðunni fyrir öllum þessum árum. Þórður segir gildi sín í dag, viðhorf og skoðanir ekki eiga neitt sameiginlegt við það sem hann skrifaði þá. „Ég get ekki bætt skaðann sem skrifin ollu, og valda, en ég gat breyst og þroskast og orðið að betri og gagnlegri manni.“ Þórður segist hafa boðið sig fram til Alþingis til þess að gera samfélaginu gagn á öðrum vettvangi. „Nú er mér ljóst að áframhaldandi vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung. Þess vegna tilkynni ég hér með að ég mun ekki taka þingsæti hljóti ég slíkt í kosningunum eftir tvær vikur heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti mitt,“ skrifar hann og á þar við Dagbjörtu Hákonardóttur sem er í fjórða sæti listans. Færslu Þórðar má lesa í heild sinni hér að neðan: Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Tilefnið eru gömul bloggskrif hans frá árunum 2004 til 2007 sem rifjuð voru upp í vikunni. Þórður segist bera ábyrgð á öllum þeim skrifum sem hafi birst í fjölmiðlum síðustu daga, þau hafi verið röng, meiðandi og skaðleg og hann skammist sín djúpt fyrir þau. „Ég bið alla sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, og bara alla yfir höfuð, aftur og ítrekað, afsökunar á því að hafa skrifað með þessum hætti. Ég geri mér með öllu grein fyrir því að svona skrif og svona sjónarmið hafa valdið miklum skaða í fortíð, nútíð og framtíð og að þau skipti máli í að kvenfjandsamleg menning hefur þrifist,“ skrifar hann. „Fyrri afsökunarbeiðni mín og ábyrgðartaka átti ekki að vera sett fram með léttúð. Hún, líkt og þessi, er einlæg og án fyrirvara,“ skrifar hann. Fer ekki fram á að umræðunni sé lokið „Ég er ekki fórnarlamb neinna aðstæðna. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta skrifin. Ég hefði einfaldlega átt að vita betur og gera betur. Ég fer ekki fram á að umræðu um skrifin sé lokið með neinum hætti þótt ég hafi beðist afsökunar og iðrist,“ segir hann. Hann hafi eytt umræddri bloggsíðu af internetinu fyrir um sautján árum vegna þess að hann hafi áttað sig á að skrifin „voru ekki sniðug og ögrandi heldur vond, meiðandi og skaðleg og ættu ekki að rata fyrir augu neins framar“. Skjáskot hafi lifað af síðunni á vefsöfnum og það hafi því komið honum „jafn mikið í opna skjöldu og raun bar vitni“ þegar hann var spurður út í þau af Stefáni Einari Stefánssyni í Spursmálum. „Það breytir þó engu um ábyrgð mína á skrifunum. Hún er, líkt og áður sagði, algjör.“ Bakslag í baráttunni Þórður lýsir því einnig í færslunni að hann hafi elst og þroskast og viðhorf hans í málaflokknum gjörbreyst. Helsta ástæða þess hafi verið að heyra konurnar sem leiddu baráttuna fyrir auknu kvenfrelsi lýsa reynsluheimi sínum. „Ég heyrði konurnar í kringum mig lýsa óttanum sem þær þurfa að lifa með en ég, í forréttindastöðu, þarf aldrei að takast á við. Ég lærði af öllum sterku konunum sem ég hef unnið með í gegnum árin. Barátta þeirra allra breytti ekki bara viðhorfum mínum, heldur endurskilgreindu viðmið samfélagsins. Ollu byltingu,“ skrifar hann. Þá liggi fyrir að baráttan standi enn og í henni sé bakslag. Viðhorf sem voru á undanhaldi séu farin að heyrast á ný. Ungir karlar séu farnir að tala eins og hann gerði á sínum tíma. „Það er mjög vond þróun sem þarf að spyrna gegn. Það þarf að berjast fyrir því sem hefur áunnist í kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttunni. Ég hef tekið þátt í þeirri baráttu á síðustu áratugum og ég vil gera það áfram sem stuðningsmaður. Með því að hlusta og læra,“ skrifar hann. „Vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung“ Þórður segir þungt að vera dæmdur fyrir eitthvað sem hann hafi gert fyrir tæpum tveimur áratugum en ekki því sem hann hafi gert síðan. „Vinnan mín, og síðar meir skoðanir, hafa árum saman legið fyrir landsmönnum í gegnum fjölmiðlana sem ég hef starfað á og í seinni tíð stýrt og í þeim fjölmörgu félagsstörfum sem ég hef sinnt. Ég hef helgað mig því að vinna samfélaginu gagn og veita valdhöfum aðhald allan minn starfsferil og flest mín fullorðinsár. Þar með talið í jafnréttismálum og þeim byltingum sem orðið hafa í afstöðu til kvenna og femínisma,“ skrifar hann. Öllum ætti að vera ljóst að ekkert væri eftir af manninum sem skrifaði þessi orð á bloggsíðunni fyrir öllum þessum árum. Þórður segir gildi sín í dag, viðhorf og skoðanir ekki eiga neitt sameiginlegt við það sem hann skrifaði þá. „Ég get ekki bætt skaðann sem skrifin ollu, og valda, en ég gat breyst og þroskast og orðið að betri og gagnlegri manni.“ Þórður segist hafa boðið sig fram til Alþingis til þess að gera samfélaginu gagn á öðrum vettvangi. „Nú er mér ljóst að áframhaldandi vera mín á lista er til trafala og er mörgum þung. Þess vegna tilkynni ég hér með að ég mun ekki taka þingsæti hljóti ég slíkt í kosningunum eftir tvær vikur heldur eftirláta næstu konu á listanum sæti mitt,“ skrifar hann og á þar við Dagbjörtu Hákonardóttur sem er í fjórða sæti listans. Færslu Þórðar má lesa í heild sinni hér að neðan:
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira