Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 14:05 Frá afhendingu pokanna í Apóteki Suðurlands. Frá vinstri, Eyrún Olsen formaður dagskrárnefndar Kvenfélags Selfoss, Margrét Guðný Sölvadóttir, kvenfélagskona, Ásrún Karlsdóttir lyfjafræðingur, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, lyfjafræðingur, Guðmunda Þorsteinsdóttir lyfjatæknir, Jórunn Helena Jónsdóttir formaður Kvenfélags Selfoss og Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona og hönnuður pokanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur í Kvenfélagi Selfoss hafa haft í nógu að snúast síðustu vikurnar við saumavélarnar sínar því þær tóku að sér að sauma fjölnota lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands, allt úr endurunnu efni. Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss
Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira