„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 13:33 Guðrún kynnti stefnu dómsmálaráðuneytisins í landamæramálum á blaðamannafundi í gær. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira