Boston 3 - Indiana 3 6. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák). NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák).
NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira