Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 10:30 Kveikt var í bílum. Vísir/Getty Images Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Aldrei í sögunni hefur lið unnið úrslitaleikinn með slíkum yfirburðum. Leikurinn fór fram á Allianz-vellinum í Þýskalandi en um 50 þúsund manns komu saman á heimavelli PSG, Parc des Princes, til að horfa á leikinn. Eftir að PSG hafði verið krýnt besta lið Evrópu fór safnaðist fjöldi fólks saman á götum Parísar til að fagna. Þau fagnaðarlæti fóru fljótt úr böndunum. Sky fréttastofan greinir frá því að tveir einstaklingar séu látnir. Annar, 17 ára gamall piltur, var stunginn til bana og 23 ára gamall maður sem var keyrandi um á vespu. Ekki kemur fram hvað gerðist í síðara tilvikinu. Jafnframt greinir Sky frá því að 560 manns hafi verið handtekin, að lögreglumaður sé í dái, að 192 hafi slasast í óeirðunum og 692 íkveikjur hafi átt sér stað. Þar af 264 sem innihéldu íkveikju í ökutæki. Mikil gleði ríkti hjá flestum þeim sem fögnuðu.Vísir/Getty Images Alls voru 5400 lögreglumenn á vakt í borginni þegar fagnaðarlætin, og óeirðirnar í kjölfarið, brutust út. Lenti þeim saman við óeirðarseggina víðsvegar um borgina. Óeirðarlögregla borgarinnar þurfti til að mynda að nota vatnsbyssu til að koma í veg fyrir að hópur fólks kæmist að Sigurboganum. Þá var táragasi beitt. „Sannir stuðningsmenn PSG eru að njóta þessa ótrúlega leiks. Á sama tíma hafa villimenn nýtt tækifærið til að fremja glæpi og ögra lögreglunni,“ sagði Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands, um atvik næturinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25 Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02 Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48 „Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2025 22:25
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1. júní 2025 08:02
Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31. maí 2025 21:48
„Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31. maí 2025 22:45