Gunnar hættir sem forseti Skáksambands Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 17:01 Gunnar Björnsson hefur verið forseti Skáksambandsins síðustu sextán ár og lýkur forsetatíð sinni um miðjan mánuð. Gunnar Björnsson, sem hefur verið forseti Skáksambands Íslands frá 2009, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig aftur fram sem forseti sambandsins. Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní. Skák Tímamót Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Sjá meira
Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní.
Skák Tímamót Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Sjá meira