Phoenix 4 - Memphis 0 2. maí 2005 00:01 Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig. NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig.
NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira