Phoenix 4 - Memphis 0 2. maí 2005 00:01 Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira
Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira