NBA á Sýn um helgina 29. apríl 2005 00:01 Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira