Sport

Miami 3 - New Jersey 0

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og mikla dramatík í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, eru New Jersey Nets komnir ofan í djúpa holu í einvíginu við Miami Heat. Engu liði í sögu NBA hefur tekist að vinna sjö leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0, en Nets eru komnir í þá stöðu eftir 108-105 tap í tvöfaldri framlengingu. Vince Carter jafnaði leikinn í lok fyrstu framlengingar með ótrúlegu skoti úr horninu, sem skoppaði 6 sinnum á körfuhringnum og í spjaldið áður en það datt niður. Þessir hetjulegu tilburðir hans dugðu þó hvergi, því Miami hélt haus og kláraði leikinn í síðari framlengingunni. "Ég veit að það er auðvelt að segja það þegar maður er þjálfari sigurliðsins, en mér fannst hvorugt liðið eiga skilið að tapa þessum leik," sagði Stan Van Gundy. "Maður lifandi, þetta er þrautseigt lið," sagði Alonzo Mourning hjá Miami um lið Nets. "Þeir voru frábærir, en sigurinn sýnir hvað við erum með sterkan karakter að klára þetta." Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 25 stig (6 frák), Dwayne Wade 22 stig (10 frák, 8 stoðs, 9 tapaðir boltar), Eddie Jones 20 stig, Udonis Haslem 14 stig (19 frák), Keyon Dooling 13 stig, Damon Jones 12 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 36 stig (10 stoðs, 9 frák), Richard Jefferson 23 stig (8 frák), Nenad Kristic 18 stig (8 frák), Jason Kidd 16 stig (16 frák, 13 stoðs).
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×