Phoenix 2 - Memphis 0 28. apríl 2005 00:01 Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig. NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig.
NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira