Titillinn til Texas? 11. apríl 2005 00:01 Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar