Stoðunum fjölgar Hafliði Helgason skrifar 13. október 2005 19:01 Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar