Stoðunum fjölgar Hafliði Helgason skrifar 13. október 2005 19:01 Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar