Stoðunum fjölgar Hafliði Helgason skrifar 13. október 2005 19:01 Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar