Erfitt að lýsa tilfinningunni 12. mars 2005 00:01 Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan. Idol Tímamót Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. Hildur sigraði Aðalheiði Ólafsdóttur í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld. Eitt hundrað þrjátíu og fimm þúsund atkvæði voru greidd, og var að sögn þáttastjórnendanna mjótt á mununum. Dómarar voru afar sáttir við frammistöðu beggja keppenda og sögðust telja stúlkurnar báðar eiga framtíðina fyrir sér í poppheiminum. Hildur Vala segir að þrátt fyrir að þátttakendur hafi allir verið að keppa að sama markinu hafi myndast mikil vinátta á milli þeirra. Það er ljóst að Idol-stjörnunnar bíður mikil vinna, en fyrst ætlar hún að hvíla sig. „Ég ætla að einbeita mér að því að hugsa um næstu daga og vikur,“ segir Hildur Vala, rám í röddinni eftir gærkvöldið og mikinn söng undanfarnar vikur. Hildur Vala segist sjálf vera ósköp venjuleg stelpa úr Vogunum í Reykjavík en greinilegt er að þjóðin er ekki á sama máli. Fyrir Idol - Stjörnuleit hafði hún unnið sér það helst til frægðar að sigra í karókíkeppni grunnskólanna með laginu Sound of Silence sem hún söng ásamt vinkonu sinni. Hún tekur æðinu í kringum keppnina með stóískri ró og segir daginn í dag í raun hafa verið skringilega venjulegan.
Idol Tímamót Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira