Sport

Sjötti tapleikur Suns í röð

Ellefur leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi og þurfti að framlengja tvo þeirra. San Antonio Spurs sigraði Phoenix Suns með 128-123. Argentínumaðurinn Manu Ginobili var óstöðvandi en hann skoraði 48 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í NBA-deildinni. Shaun Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix sem tapaði sjötta leik sínum í röð. Það varð einnig að framlengja leik Indiana og Miami. Indiana vann 106-100. Jamal Tinsley skoraði 30 stig fyrir Indiana og Dwayne Wade 30 stig fyrir Miami. Jermaine O´Neal skoraði 26 stig og tók 14 fráköst en Shaquille O´Neal skoraði 24 stig fyrir Miami og tók 10 fráköst. Washington vann Toronto 118-109, Dallas sigraði Charlotte 105-99 og New Jersey hafði betur gegn Boston 104-98. Þá gerði Houston góða ferð til New York og vann Knicks 92-91, Milwaukee marði sigur á Detroit 89-86, Chicago sigraði Atlanta 95-85, Denver vann Memphis 92-82, Minnesota sigraði Seattle 112-107 og Lakers án Kobes Bryants vann nauman sigur á Golden State á heimavelli sínum, 105-101.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×