Nýtt hátæknisjúkrahús 15. nóvember 2005 06:00 Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar