HK sterkara á endasprettinum en Afturelding 9. nóvember 2005 07:00 Hornamaðurinn Brynjar Valsteinsson fór mikinn í HK-liðinu í gær og dró vagninn lengstum fyrir liðið gegn Aftureldingu. Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum. Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum.
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira