Skoðun

Heilsuverndarstöðina áfram

Landspítalinn þótti af mörgum of stór þegar hann var byggður um 1930. Nú sækja menn með spítalann í suðurátt til flugvallarins enda vilja allir sem stækka vilja við sig og byggja meira, fara inn á miðjan flugvöllinn. Þar virðist vera nóg pláss. Byggja þar. Höfundur þessarar greinar vill að umráðasvæði Landspítalans stækki í norður jafnvel alla leið að Sundhöllinni. Núna er talað um að selja Heilsugæslustöð Reykjavíkur sem er norðan Landspítalans og hentar LSH vel. Þarna eru þrjár götur norðan Landspítalans. Þessar götur eru Leifsgata og Egilsgata og Eiríksgata. Þær ætti að kaupa upp og sameina lóð Landspítalans. Alltaf er verið að tala um að sjúkrahótel vanti. Fólk gæti farið fyrr af Landspítala ef pláss væri nóg meðan fólk jafnaði sig örlítið. Fólk getur ekki farið beint út á götuna ef það býr eitt í íbúð. Landspítalinn myndi hafa fleiri sjúkrarúm ef hann gæti strax flutt sjúklinga í næsta hús ef aðeins þarf að líta til þeirra reglulega. Þessi umræða er ekki um öll þessi nýju áform um að brjóta upp götur, byggja á flugvelli o.s.frv. Svo er það hræðilegur hlutur að selja og rífa Heilsugæslustöðina eins og gera á. Þetta er fallegt hús. Setur svip á bæinn. Þetta er hús sem og myndi passa Landspítala vel fyrir ýmsa starfsemi. Nota húsið. Húsin við Eiríksgötu, Leifsgötu og Egilsgötu norðan hafa næg verkefni, henta t.d. sem bílageymslur sem vantar alveg og myndu líklega tvöfalda afköst Landspítalans sem sjúkragistihúss. Ekki selja og rífa Heilsuverndarstöðina. Nota hana. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.



Skoðun

Sjá meira


×