Ólíkar skilgreiningar 3. nóvember 2005 06:00 Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun