Ólíkar skilgreiningar 3. nóvember 2005 06:00 Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun