Stóraukinn útflutningur lambakjöts 10. desember 2004 00:01 Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira