Stóraukinn útflutningur lambakjöts 10. desember 2004 00:01 Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira