Gerrard hetja Liverpool 8. desember 2004 00:01 Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira