Er rétt að biðjast afsökunar? 6. desember 2004 00:01 Ekki í mínu nafni! skrifar ungur maður, Stefán Friðrik Stefánsson, á vef Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og mótmælir með þeim orðum áformum Þjóðarhreyfingarinnar að birta heilsíðuauglýsingu í bandaríska stórblaðinu The New York Times þar sem "við Íslendingar" mótmælum eindregið innrás Bandaríkjamanna í Írak og sérstaklega stuðningi íslenskra stjórnvalda við hana. Stefán Friðrik segir að Þjóðarhreyfingunni sé frjálst að nota eigið nafn til að tjá skoðanir sínar. "En þeim verður ekki veitt neitt umboð til að tala í nafni allra landsmanna", skrifar hann.Texta fyrirhugaðrar auglýsingar má lesa í heild á vef Þjóðarhreyfingarinnar. Þar er greint frá því að stuðningur stjórnvalda við innrásina í Írak gangi í berhögg við vilja Íslendinga eins og hann birtist í skoðanakönnunum. Afstaðan sé í ósamræmi við hefð íslenskrar utanríkisstefnu. Ákvörðunin hafi verið tekin með ólýðræðislegum hætti án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lagaskylda sé. Hvatt er til þess að nafn Íslands verði tekið af lista hinna "viljugu" bandalagsþjóða Bandaríkjamanna. Þá er íraska þjóðin beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina. Hugmyndina að auglýsingunni á Ólafur Hannibalsson. Hann hafði lesið um svipaða aðgerð norskra samtaka sem birtu fyrir skömmu afsökunarauglýsingu í dagblaðinu The Washington Post. Ólafur hreyfði málinu í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum og í framhaldinu kom hún til umræðu innan Þjóðarhreyfingarinnar, "grasrótarhreyfingar áhugafólks um lýðræði", eins og hún kynnir sig, en hreyfingin varð til í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpinu í sumar sem leið. Þjóðarhreyfingin efndi til almenns borgarafundar fyrir nokkrum dögum til að ræða málið og hrinti í framhaldinu af stað fjársöfnun til að kosta auglýsinguna í New York Times. Það er mun dýrara að auglýsa í stórblaði eins og New York Times en Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á Íslandi. Á vefsíðu Þjóðarhreyfingarinnar kemur fram að verðið er á bilinu þrjár til fimm milljónir króna eftir því hvar í blaðinu auglýsingin fær stað. Hreyfingin ætlar að gefa sér góðan tíma til að safna og er ekki stefnt að birtingu fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Friðrik Stefánsson er ekki einn um að gagnrýna að auglýsingin eigi að vera í nafni íslensku þjóðarinnar. Torfi Kristjánsson skrifar um málið á vefritið Deigluna.com í gær og segir: "Í auglýsingunni er orðalagi ávarpsins þannig háttað að sterklega er gefið í skyn að þarna á bak við sé öll íslenska þjóðin. Það er því hálf hlálegt að hreyfing sem kennir sig við aðferðir lýðræðisins skuli falla svona kylliflöt í gryfju ólýðræðislegra aðferða. Þó að skoðanakannanir sýni að þorri þjóðarinnar sé á móti þessari stuðningsyfirlýsingu [ríkisstjórnarinnar] um þessar mundir, þá skapast engin réttur hjá hópi fólks til þess að fara fram í nafni allra Íslendinga". Og Torfi hreyfir fleiri aðfinnslum: "Margir gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar bentu á þann fylgikvilla stuðningsyfirlýsingarinnar að erlendir hryðjuverkamorðingjar gætu hugsanlega séð Ísland sem skotmark. Þetta eru réttmætar ábendingar, en maður hlýtur að spyrja sig hvort auglýsing í einu þekktasta dagblaði heimsins muni ekki vekja enn meiri óæskilega athygli á Íslendingum. Þó að samskonar félagsskapur í Noregi hafi beitt sömu aðferð, þá er aðferðin alveg jafn slæm". Torfi lýkur grein sinni með þessum orðum: "Sennilega væri þessum fjármunum betur varið við uppbyggingastarf í Írak, frekar en í vanhugsað einkaflipp nokkurra manna". Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa sagt í fjölmiðlum að hugmynd þeirra hafi fengið góðar undirtektir. Eiga þeir von á að fjöldi manns muni leggja málinu lið með fjárframlögum. Það skýrist þó varla fyrr en með hækkandi sól hvernig málinu í heild reiðir af. Líklega væri það Þjóðarhreyfingunni fremur til styrktar að endurskoða texta auglýsingarinnar því það er frekar neyðarlegt að sitja undir sömu ásökunum og ríkisstjórnin, þ.e. að tala umboðslaust í nafni þjóðarinnar. Skynsamlegt væri líka að fulltrúar hreyfingarinnar ræddu aðrar aðfinnslur við áformin. Er með auglýsingunni verið að draga athygli að Íslandi sem er jafnvel hættulegri en aðild að lista hinna viljugu? Og hvers vegna er verið að ávarpa írösku þjóðina í bandarísku dagblaði sem örfáir Írakar munu nokkru sinni sjá? Hvað sem auglýsingunni líður er hitt tæpast umdeilt að meirihluti Íslendinga var og er andvígur innrásinni í Írak. Það sýna endurteknar skoðanakannanir. Það blasir líka við að málsmeðferð íslenskra stjórnvalda var ekki í samræmi við eðlileg vinnubrögð þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í stjórnmálum. En hefur afsökunarbeiðni eins og sú sem Þjóðarhreyfingin áformar einhverja raunverulega þýðingu? Styrkir hún Ísland út á við og bætir fyrir aðildina að lista hinna viljugu? Fá íslensk stjórnvöld kannski réttmæta ráðningu á alþjóðavettvangi með þessum hætti? Eða er betur heima setið en af stað farið? Hvað segja lesendur Vísis? Orðið er frjálst.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ekki í mínu nafni! skrifar ungur maður, Stefán Friðrik Stefánsson, á vef Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og mótmælir með þeim orðum áformum Þjóðarhreyfingarinnar að birta heilsíðuauglýsingu í bandaríska stórblaðinu The New York Times þar sem "við Íslendingar" mótmælum eindregið innrás Bandaríkjamanna í Írak og sérstaklega stuðningi íslenskra stjórnvalda við hana. Stefán Friðrik segir að Þjóðarhreyfingunni sé frjálst að nota eigið nafn til að tjá skoðanir sínar. "En þeim verður ekki veitt neitt umboð til að tala í nafni allra landsmanna", skrifar hann.Texta fyrirhugaðrar auglýsingar má lesa í heild á vef Þjóðarhreyfingarinnar. Þar er greint frá því að stuðningur stjórnvalda við innrásina í Írak gangi í berhögg við vilja Íslendinga eins og hann birtist í skoðanakönnunum. Afstaðan sé í ósamræmi við hefð íslenskrar utanríkisstefnu. Ákvörðunin hafi verið tekin með ólýðræðislegum hætti án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lagaskylda sé. Hvatt er til þess að nafn Íslands verði tekið af lista hinna "viljugu" bandalagsþjóða Bandaríkjamanna. Þá er íraska þjóðin beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina. Hugmyndina að auglýsingunni á Ólafur Hannibalsson. Hann hafði lesið um svipaða aðgerð norskra samtaka sem birtu fyrir skömmu afsökunarauglýsingu í dagblaðinu The Washington Post. Ólafur hreyfði málinu í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum og í framhaldinu kom hún til umræðu innan Þjóðarhreyfingarinnar, "grasrótarhreyfingar áhugafólks um lýðræði", eins og hún kynnir sig, en hreyfingin varð til í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpinu í sumar sem leið. Þjóðarhreyfingin efndi til almenns borgarafundar fyrir nokkrum dögum til að ræða málið og hrinti í framhaldinu af stað fjársöfnun til að kosta auglýsinguna í New York Times. Það er mun dýrara að auglýsa í stórblaði eins og New York Times en Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á Íslandi. Á vefsíðu Þjóðarhreyfingarinnar kemur fram að verðið er á bilinu þrjár til fimm milljónir króna eftir því hvar í blaðinu auglýsingin fær stað. Hreyfingin ætlar að gefa sér góðan tíma til að safna og er ekki stefnt að birtingu fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Friðrik Stefánsson er ekki einn um að gagnrýna að auglýsingin eigi að vera í nafni íslensku þjóðarinnar. Torfi Kristjánsson skrifar um málið á vefritið Deigluna.com í gær og segir: "Í auglýsingunni er orðalagi ávarpsins þannig háttað að sterklega er gefið í skyn að þarna á bak við sé öll íslenska þjóðin. Það er því hálf hlálegt að hreyfing sem kennir sig við aðferðir lýðræðisins skuli falla svona kylliflöt í gryfju ólýðræðislegra aðferða. Þó að skoðanakannanir sýni að þorri þjóðarinnar sé á móti þessari stuðningsyfirlýsingu [ríkisstjórnarinnar] um þessar mundir, þá skapast engin réttur hjá hópi fólks til þess að fara fram í nafni allra Íslendinga". Og Torfi hreyfir fleiri aðfinnslum: "Margir gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar bentu á þann fylgikvilla stuðningsyfirlýsingarinnar að erlendir hryðjuverkamorðingjar gætu hugsanlega séð Ísland sem skotmark. Þetta eru réttmætar ábendingar, en maður hlýtur að spyrja sig hvort auglýsing í einu þekktasta dagblaði heimsins muni ekki vekja enn meiri óæskilega athygli á Íslendingum. Þó að samskonar félagsskapur í Noregi hafi beitt sömu aðferð, þá er aðferðin alveg jafn slæm". Torfi lýkur grein sinni með þessum orðum: "Sennilega væri þessum fjármunum betur varið við uppbyggingastarf í Írak, frekar en í vanhugsað einkaflipp nokkurra manna". Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa sagt í fjölmiðlum að hugmynd þeirra hafi fengið góðar undirtektir. Eiga þeir von á að fjöldi manns muni leggja málinu lið með fjárframlögum. Það skýrist þó varla fyrr en með hækkandi sól hvernig málinu í heild reiðir af. Líklega væri það Þjóðarhreyfingunni fremur til styrktar að endurskoða texta auglýsingarinnar því það er frekar neyðarlegt að sitja undir sömu ásökunum og ríkisstjórnin, þ.e. að tala umboðslaust í nafni þjóðarinnar. Skynsamlegt væri líka að fulltrúar hreyfingarinnar ræddu aðrar aðfinnslur við áformin. Er með auglýsingunni verið að draga athygli að Íslandi sem er jafnvel hættulegri en aðild að lista hinna viljugu? Og hvers vegna er verið að ávarpa írösku þjóðina í bandarísku dagblaði sem örfáir Írakar munu nokkru sinni sjá? Hvað sem auglýsingunni líður er hitt tæpast umdeilt að meirihluti Íslendinga var og er andvígur innrásinni í Írak. Það sýna endurteknar skoðanakannanir. Það blasir líka við að málsmeðferð íslenskra stjórnvalda var ekki í samræmi við eðlileg vinnubrögð þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í stjórnmálum. En hefur afsökunarbeiðni eins og sú sem Þjóðarhreyfingin áformar einhverja raunverulega þýðingu? Styrkir hún Ísland út á við og bætir fyrir aðildina að lista hinna viljugu? Fá íslensk stjórnvöld kannski réttmæta ráðningu á alþjóðavettvangi með þessum hætti? Eða er betur heima setið en af stað farið? Hvað segja lesendur Vísis? Orðið er frjálst.gm@frettabladid.is
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar