Samstarf um íbúðarlán 5. desember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira