Samstarf um íbúðarlán 5. desember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira