Segja stórfé borgað með Línu.neti 30. nóvember 2004 00:01 Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að fyrirtækið hafi tekið ljósleiðarapör sem engin þörf hafi verið fyrir upp í söluna á fyrirtækinu Línu.neti þegar Og Vodafone keypti það á mánudag. Greiddar hafi verið nærri 600 milljónir með fyrirtækinu við kaupsamninginn eins og hann var kynntur í stjórn Orkukveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður Sjálfstæðismanna, bendir á að Orkuveitan eigi fyrir 44 ljósleiðarapör og eignist nú fjögur til viðbótar: "Það er álíka mikil þörf fyrir þetta og að byggja nýtt hús við hliðina á Orkuveituhúsinu, sem sagt engin." Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, vísar því á bug að verið sé að greiða með Línu.neti: "Aðalatriðið er það að við ætlum að einbeita okkur að því að leggja og reka ljósleiðara og höfum nú tryggt okkur viðskipti til 25 ára." Og Vodafone kaupir Línu.net á 270 milljónir króna. Orkuveitan yfirtekur lán að upphæð 57 milljónir króna, kaupir eitt ljósleiðarapar á 430 milljónir, nýtir sér samkvæmt eldri samningi kauprétt á öðru ljósleiðarapari á 70 milljónir og selur svo Orkuveitunni til baka á umtalsvert hærra verði eða 355 milljónir króna. Pétur Pétursson, blaðafulltrúi Og Vodafone, segir gott ef satt væri að fyrirtækið væri að fá meðgjöf: "Hins vegar er Og Vodafone rekið á viðskiptalegum grundvelli. Við lítum svo á að við séum að kaupa fyrirtæki í rekstri og fá veltu sem bætist við okkar starfsemi og fá arðsemi af rekstri sem við getum vel sætt okkur við." Guðlaugur Þór Þórðarson segir að þetta sé enn ein greiðslan með Línu.neti: "Ævintýrið er núna búið að kosta 5 milljarða og að auki neyðist Orkuveitan til að fara í fjárfestingar upp á 3-4 milljarða við að tengja heimili." Stjórnarmaðurinn gefur lítið fyrir þau viðskipti sem koma á móti og bendir á að í upphafi hafi átt að leggja rúmar 200 milljónir í Línu.net. Niðurstaðan fimm árum síðar sé að Lína.net hafi tapað um ellefu hundruð milljónum og Orkuveitan hafi lagt fimm og hálfan milljarð í Linu.net og fyrirtæki í skyldum rekstri, þar af 2,7 milljarða í Línu.net. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að fyrirtækið hafi tekið ljósleiðarapör sem engin þörf hafi verið fyrir upp í söluna á fyrirtækinu Línu.neti þegar Og Vodafone keypti það á mánudag. Greiddar hafi verið nærri 600 milljónir með fyrirtækinu við kaupsamninginn eins og hann var kynntur í stjórn Orkukveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður Sjálfstæðismanna, bendir á að Orkuveitan eigi fyrir 44 ljósleiðarapör og eignist nú fjögur til viðbótar: "Það er álíka mikil þörf fyrir þetta og að byggja nýtt hús við hliðina á Orkuveituhúsinu, sem sagt engin." Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, vísar því á bug að verið sé að greiða með Línu.neti: "Aðalatriðið er það að við ætlum að einbeita okkur að því að leggja og reka ljósleiðara og höfum nú tryggt okkur viðskipti til 25 ára." Og Vodafone kaupir Línu.net á 270 milljónir króna. Orkuveitan yfirtekur lán að upphæð 57 milljónir króna, kaupir eitt ljósleiðarapar á 430 milljónir, nýtir sér samkvæmt eldri samningi kauprétt á öðru ljósleiðarapari á 70 milljónir og selur svo Orkuveitunni til baka á umtalsvert hærra verði eða 355 milljónir króna. Pétur Pétursson, blaðafulltrúi Og Vodafone, segir gott ef satt væri að fyrirtækið væri að fá meðgjöf: "Hins vegar er Og Vodafone rekið á viðskiptalegum grundvelli. Við lítum svo á að við séum að kaupa fyrirtæki í rekstri og fá veltu sem bætist við okkar starfsemi og fá arðsemi af rekstri sem við getum vel sætt okkur við." Guðlaugur Þór Þórðarson segir að þetta sé enn ein greiðslan með Línu.neti: "Ævintýrið er núna búið að kosta 5 milljarða og að auki neyðist Orkuveitan til að fara í fjárfestingar upp á 3-4 milljarða við að tengja heimili." Stjórnarmaðurinn gefur lítið fyrir þau viðskipti sem koma á móti og bendir á að í upphafi hafi átt að leggja rúmar 200 milljónir í Línu.net. Niðurstaðan fimm árum síðar sé að Lína.net hafi tapað um ellefu hundruð milljónum og Orkuveitan hafi lagt fimm og hálfan milljarð í Linu.net og fyrirtæki í skyldum rekstri, þar af 2,7 milljarða í Línu.net.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira