Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 09:12 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa notað nokkrar tegundir dróna auk flugskeyta við árásir sínar í nótt. AP/Denes Erdos Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira