Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 21:05 Eiríkur telur að með ákvörðun sinni hafi Þórður Snær velt óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53
Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54