Bylting á íbúðalánamarkaði Þórlindur Kjartansson skrifar 29. nóvember 2004 00:01 Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar