Framtíð NBA boltans Þórlindur Kjartansson skrifar 11. nóvember 2004 00:01 Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru vinsældir bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA deildarinnar, í hámarki. Til marks um það var tíunda söluhæsta bókin á Íslandi fyrir jólin 1994 um skærustu stjörnur deildarinnar. Hér á Íslandi gengu margir um með derhúfur merktum liðunum og óhóflegum hluta vasapeninga margra unglinga var varið í fokdýr skiptispil með myndum af leikmönnum og upplýsingum. Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér. NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn. Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum. Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra. Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant. Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð. Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni. Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik. Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar