Leið vel í útsendingunni 10. nóvember 2004 00:01 "Já og nei," svarar Guðmundur Árni Stefánsson, spurður hvort sporin upp stigana í Rúgbrauðsgerðinni og að púltinu fyrir framan sjónvarpsvélarnar fyrir áratug hafi verið þung. "Ég hafði tekið mína ákvörðun þegar ég kom til fundarins en auðvitað var hún erfið, því er ekki að leyna." Loft var lævi blandið í fundarsalnum, Guðmundur Árni hélt klukkustundar langa ræðu þar sem hann svaraði framkomnum ávirðingum lið fyrir lið. "Það vissi enginn á staðnum hver mín niðurstaða væri og það var ekki fyrr en í lokasetningunum að ég upplýsti að ég hefði afhent forsætisráðherra bréf þar sem ég sagði af mér störfum." Guðmundur Árni segir að sér hafi liðið býsna vel á meðan hann flutti mál sitt en dagarnir og jafnvel vikurnar á undan voru þrungin spennu og þjóðmálaumræðan gjörvöll snerist um hann og hans mál. "Ég veit ekki hvort rétt sé að segja að ég hafi verið í stuði en í mér var uppsafnaður þungi út af þessu rugli öllu, eins og ég kalla það stundum, þar sem sem fjölmiðlar áttu svo sem sinn þátt ásamt fleirum. Ég fann mig því ágætlega þegar ég hafði loks tækifæri fyrir framan alla fjölmiðlana til að taka á þessum álitaefnum og gera rækilega grein fyrir þeim, allt í beinni útsendingu." Guðmundur Árni man vel þennan tíu ára gamla atburð en segir þó að á heildina litið sé minningin ekki skemmtileg. "Það voru hins vegar kjósendur sem kváðu upp sinn dóm í kosningunum á eftir," segir hann en þingmannsferill Guðmundar Árna hefur verið farsæll síðan. Og hann hefur hugmyndir um framtíð Þórólfs Árnasonar: "Það kæmi mér ekki á óvart að Þórólfur ætti fyrir sér bjarta framtíð í íslenskri pólitík." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
"Já og nei," svarar Guðmundur Árni Stefánsson, spurður hvort sporin upp stigana í Rúgbrauðsgerðinni og að púltinu fyrir framan sjónvarpsvélarnar fyrir áratug hafi verið þung. "Ég hafði tekið mína ákvörðun þegar ég kom til fundarins en auðvitað var hún erfið, því er ekki að leyna." Loft var lævi blandið í fundarsalnum, Guðmundur Árni hélt klukkustundar langa ræðu þar sem hann svaraði framkomnum ávirðingum lið fyrir lið. "Það vissi enginn á staðnum hver mín niðurstaða væri og það var ekki fyrr en í lokasetningunum að ég upplýsti að ég hefði afhent forsætisráðherra bréf þar sem ég sagði af mér störfum." Guðmundur Árni segir að sér hafi liðið býsna vel á meðan hann flutti mál sitt en dagarnir og jafnvel vikurnar á undan voru þrungin spennu og þjóðmálaumræðan gjörvöll snerist um hann og hans mál. "Ég veit ekki hvort rétt sé að segja að ég hafi verið í stuði en í mér var uppsafnaður þungi út af þessu rugli öllu, eins og ég kalla það stundum, þar sem sem fjölmiðlar áttu svo sem sinn þátt ásamt fleirum. Ég fann mig því ágætlega þegar ég hafði loks tækifæri fyrir framan alla fjölmiðlana til að taka á þessum álitaefnum og gera rækilega grein fyrir þeim, allt í beinni útsendingu." Guðmundur Árni man vel þennan tíu ára gamla atburð en segir þó að á heildina litið sé minningin ekki skemmtileg. "Það voru hins vegar kjósendur sem kváðu upp sinn dóm í kosningunum á eftir," segir hann en þingmannsferill Guðmundar Árna hefur verið farsæll síðan. Og hann hefur hugmyndir um framtíð Þórólfs Árnasonar: "Það kæmi mér ekki á óvart að Þórólfur ætti fyrir sér bjarta framtíð í íslenskri pólitík."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira