

Örlagarík lokavika í Bandaríkjunum
Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri.
Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum.
Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám.
Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt.
Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein).
Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum.
Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur.
Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér).
Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni.
Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush.
Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra?
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar