Hvar er heimasíða Ólafs Ragnars? 15. október 2004 00:01 Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun