Hissa á fjárfestingum Símans 14. október 2004 00:01 Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira