Fyrir viðskiptavininn 10. október 2004 00:01 Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar