Kerry þarf að herða róðurinn 3. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun