Lögmálin gilda líka um útgerð 17. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun